Á 1699. bæjarstjórnarfundi Seyðisfjarðarkaupstaðar var eftirfarandi tillaga lögð fram:
„Bæjarstjórn tekur undir svohljóðandi ályktun bæjarráðs sem fram kemur í lið 1:
„Í samgönguáætlun 2015-2018 er gert ráð fyrir 70 milljónum króna á ári til rannsókna við Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði. Bæjarráð Seyðisfjarðar leggur megináherslu á að rannsóknarborunum vegna ganganna verði lokið á árinu 2015 til að unnt verði að vinna áfram að úrvinnslu og hönnun á næstu tveimur árum. Bæjarráð skorar því á umhverfis- og samgöngunefnd að leggja til að færðir verði fjármunir innan áætlunarinnar með það að leiðarljósi. Bæjarráð bendir á að líkur eru á að þannig náist betri nýting rannsóknarfjárins.“
Bæjarstjórn ítrekar að rannsóknum og undirbúningi ljúki á árinu 2016. Jafnframt verði lögð áhersla á að framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði hefjist á fyrsta tímabili samgönguáætlunar eða ekki síðar en 2017.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar ítrekar vilja til viðræðna um að veggjöld verði liður í fjármögnun Seyðisfjarðarganga, enda verði það til að flýta fyrir ákvörðun um framkvæmd þeirra. Bæjarstjórn skorar á alþingismenn að styðja þessar réttmætu kröfur Seyðfirðinga.“
Fundargerð og tillögur voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.