Byggðalagið stendur og fellur með göngum

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, var í símaviðtali við þáttastjórnendur á Bylgjunni í dag (20.07.2015), en til umfjöllunar var umræða frá síðustu viku um Fjarðarheiðargöng og göng almennt á Austurlandi.
Vilhjálmur segist sáttur við umræðu jarðgöng og hvetur jafnframt til þess að rannsóknum verði haldið áfram af krafti á Fjarðarheiði, enda mikið í húfi fyrir Seyðfirðinga. Hugsa verður til framtíðar varðandi þróun byggðalagsins, sér í lagi hvað varðar ungt fólk á svæðinu.
Vilhjálmur benti einnig á að þjónusta á svæðinu hefur breyst umtalsvert á síðustu árum og má þar til dæmis nefna breytingar í heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, sem kalla á öruggari samgöngur – allan ársins hring.

Hlusta má á viðtalið hér