Raunhæft og skynsamlegt að bora göng undir Fjarðarheiði

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis ræddi við þáttastjórnendur Í bítið á Bylgjunni í dag (15.07.2015) um Fjarðarheiðargöng. Höskuldur telur það mjög raunhæft og skynsamlegt að bora göng undir Fjarðarheiði, enda meta sérfræðingar Vegagerðarinnar það þannig að göng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða séu besti kosturinn í stöðunni. Að auki nefnir Höskuldur að það sé pólitískur vilji til þess að fara í framkvæmdirnar.
Hlusta má á viðtalið hér.