Miðvikudaginn 17.02.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Þar var eftirfarandi bókað:
2. Samstarf sveitarfélaga:
Fundargerð 3. fundar samgöngunefndar SSA starfsárið 2015-2016 frá 11.02.16. Lögð fram til kynningar. Gestir fundarins undir öðrum lið voru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Sveinn Sveinsson svæðisstjóri og Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu. Í máli vegamálastjóra kom m.a. fram að í ár eru fjárheimildir til framkvæmda við öryggisaðgerðir á Seyðisfjarðarvegi sem farið verður í fyrir 100 milljónir króna og í rannsóknir til undirbúnings Fjarðarheiðarganga sem nemur 150 milljónum króna.
7.Fjarðarheiðargöng – Fundur vegna undirbúnings Fjarðarheiðarganga 16.02.16. Til fundarins mættu Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi og Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar til að kynna bæjarstjórn Seyðisfjarðar undirbúning áframhaldandi rannsókna á Fjarðarheiði vegna Fjarðarheiðarganga. Á fundinum var fjallað um nauðsynlegar breytingar á aðalskipulögum sveitarfélaganna sem liggja að framkvæmdinni. Þá kom fram að fyrirhugað er að bjóða út rannsóknir við möguleg munnastæði í mars nk. og áætlað er að rannsóknum verði lokið í ár, 2016.
Fundargerðina í heild má finna hér