Í lok febrúar fengu bæjaryfirvöld staðfestar þær góðu fréttir frá vegamálastjóra að undirbúningur og skipulagsvinna vegna Fjarðarheiðarganga verði framhaldið á árinu (2017). Óvissu um verkefnið vegna óskilgreindra liða í fjárlögum hefur því verið eytt.
Í desember var verið að skoða og skrá borkjarnana sem hafði verið safnað í haust í tengslum við áætluð munnastæði. Þá verður unnin endanleg jarðfræðiskýrsla, sem stefnt er að verði tilbúin í maí. Næsta skref verður svo að hefja skipulagsvinnu með tengdum aðilum og velja endanlega legu ganganna undir Heiðinni og staðsetja munnastæði. Undirbúa þarf vegi að göngum, huga að brúargerð og hefja náttúrufarsrannsóknir vegna umhverfismats.
Í janúar hófst vinna við gerð landlíkana. Ef áætlun Vegagerðarinnar gengur eftir má vænta þess að í haust verði hægt að hefja forhönnun ganganna og um leið skoða öryggismálin. Gert er ráð fyrir þessi undirbúningsvinna teygi sig inn á næsta ár, en í framhaldi verði hægt að hefja lokahönnun mannvirkisns árið 2018