Fjarðarheiðargöng leysa best ótryggar og óöruggar samgöngur Seyðfirðinga

Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, segir í viðtali við DV (Helgarblað DV 17.-20.júlí 2015) að göng frá Seyðisfirði yfir í Mjóafjörð og áfram á Neskaupsstað leysi ekki þann samgönguvanda sem að Seyðfirðingar standa frammi fyrir.
Fjarðarheiðargöng ættu að verða annar leggurinn í röð jarðganga sem tengja firðina á mið-Austurlandi við Hérað, á eftir nýjum Norðfjarðargöngum. Með tilkomu Fjarðarheiðarganga er opið fyrir áframhaldandi gangatengingar innan svæðisins og sem seinna geta falið í sér göng sem tengja Norðfjarðar- og Fjarðarheiðargöng saman um Mjóafjörð.

Samanburður hugsanlegra samgöngumynstra. Firðir tengdir saman með jarðgöngum auk tengingar upp á Hérað, annars vegar með göngum undir Mjóafjarðarheiði en hins vegar með göngum undir Fjarðarheiði.

Samanburður hugsanlegra samgöngumynstra. 

Göng undir Fjarðarheiði er sá leggur sem best leysir ótryggar og óöruggar samgöngur Seyðfirðinga til framtíðar og þá erfiðleika sem skapast þegar þjóðbrautin til og frá Evrópu liggur í um og yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli. 
Fjarðarheiðargöng hafa verið sett fremst á forgangslista jarðganga á Austurlandi í kjölfar Norðfjarðarganga . Sveitarfélög á Austurlandi hafa stutt þá forgangsröðun á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga á Austurlandi í ályktunum SSA undan farin ár.