Fundi frestað vegna ófærðar á Fjarðarheiði

Enn minnir Fjarðarheiðin á sig með ófærð.
Opnum stjórnmálafundi Framsóknarmanna sem halda átti á Seyðisfirði var frestað vegna ófærðar á Fjarðarheiði.  Þingmenn Framsóknarflokksins, þau Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórunn Egilsdóttir og Höskuldur Þórhallsson, sem er formaður umvherfis- og samgöngunefndar komust því ekki til Seyðisfjarðar, enda var heiðin ekki verið opnuð (10.febrúar 2016).

Að sama skapi var opnum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna, þar sem þau Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir höfðu boðað komu sína, aflýst vegna ófærðar á Fjarðarheiði (11.febrúar 2016).

Að sama skapi má nefna að farþegar Norrænu komust hvorki lönd né strönd, en biðu í góðu yfirlæti á Seyðisfirði, þangað til heiðin opnaðist á ný.ófært