Sumarvertíðin hafin: skemmtiferðaskipsfarþegar strand

Mokstur yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar gekk brösuglega í dag því að blásari bilaði og þurfti að loka heiðinni tímabundið, á meðan gert var við hann. Seyðfirðingar máttu ekki við vandræðum á Fjarðarheiði því að í morgun lagðist fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins að bryggju; skemmtiferðaskipið Magellan, með alls 925 farþega. RÚV greindi frá þessu í hádegisfréttum sínum í dag.

Skoðunarferðum með Tanna travel var aflýst, en 134 farþegar ætluðu yfir Fjarðarheiði og í skoðunarferð kringum Lagarfljót með viðkomu í Skriðuklaustri og Snæfellsstofu Vatnjökulsþjóðgarðs. Búist er við að veður geti versnað aftur á Fjarðarheiði þegar líður á daginn og til stendur að skipið haldi til Akureyrar klukkan fimm.

Ófært á áttunda degi sumar: Myndskeið frá RÚV