Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar efast ekki um hver niðurstaða verður af vinnu starfshóps, sem samgönguráðherra hyggst skipa, til að fara yfir mögulega kosti til að rjúfa vetrareinangrun Seyðfirðinga og um að ákveðið skref í þá átt sé að ræða.

Þetta kom fram í viðtali fréttamanns www.ruv.is við Arnbjörgu Sveinsdóttir, forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar. Niðurstaða að velja Fjarðarheiðargöng, sem nú þegar er á samgönguáætlun, byggir á ítarlegri umfjöllun Austfirðinga og fagaðila til fjölda ára og samanburð á lausnum á samgöngumálum á Austurlandi með heildarsýn á málaflokkinn í huga.

Sjá nánar fréttir af fundi samgönguráðherra á Austurlandi:

http://www.austurfrett.is/frettir/radherra-vill-vanda-undirbuning-ad-gongum-til-seydisfjardar

http://www.ruv.is/frett/starfshopur-gaeti-hoggvid-a-hnut-i-gangamalum

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/08/23/yrdu_dyrustu_jardgong_a_islandi_2/