Fjarðarheiðargöng full eining meðal allra sveitarfélaga á Austurlandi.

Stjórn SSA áréttaði með ályktun á fundi sínum þann 29. ágúst 2017 að Fjarðarheiðargöng eru forgangsmál í samgöngubótum á Austurlandi. 

Að auki þakkar stjórnin samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra og föruneyti fyrir góða og upplýsandi fundi í heimsókn til Austurlands á dögunum.

iceland_hiticeland_seydisfjordur_01

Stjórn SSA minnir á endurteknar, einróma samþykktar ályktanir aðalfunda SSA undanfarin 6 ár um að Fjarðarheiðargöng eru forgangsverkefni á Austurlandi og leggur áherslu á nauðsyn þess að sem fyrst verði ráðist í gerð jarðgangna undir Fjarðarheiði. 

Stjórnin áréttar jafnframt að undanfari þessarar niðurstöðu er ítarlegur samanburður á jarðgangnakostum og umfjöllun um þá af hálfu fagaðila, sveitarfélaga, þingmanna Norðausturkjördæmis og íbúa á Seyðisfirði af íbúafundum. Fjarðarheiðargöng eru nú þegar í Samgönguáætlun Alþingis og framkvæmdaáætlun Samgönguáætlunar. Í samræmi við hana hefur Vegagerðin unnið að undirbúningsrannsóknum sem miða að því að framkvæmdin geti hafist við lok gerðar Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga.