Úr Ársskýrslu Vegagerðarinnar 2016: Fjarðarheiðargöng

Á árinu 2016 vann Vegagerðin að framkvæmdum á Seyðisfjarðarvegi. Framkvæmdirnar voru bæði öryggisframkvæmdir og kannanir á jarðgangakostum undir Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs.

Hvað kannanir á jarðgangakostum varðar voru aðallega skoðaðar tvær jarðgangaleiðir sem opnast á mismunandi stöðum Héraðsmegin, það er við Miðhúsaá og Dalhús. Unnið var að hönnun vegar að mögulegum munnastað í Seyðisfirði og á báðum ofannefndum stöðum á Héraði. Tillaga um munna Seyðisfjarðarmegin er í um 130m hæð, gegnt Gufufossi.
Á Héraði er tillaga á báðum stöðum um munna í um 130-140m hæð og mælt er með gangnamunna við Dalhús.
Árið 2014 var einnig unnið að jarðfræðiathugunum og boruð 430m djúp rannsóknarhola nærri miðri Fjarðarheiði, sem gagnast báðum jarðgangaleiðum. Ekki tókst að bora holuna eins djúpt og áætlað var en það minnkar ekki gildi hennar mikið.
Á árinu 2015 vann Jarðfræðistofan ehf. áfram að jarðfræðiathugunum á yfirborði og undirbúning á rannsóknarborun 2016. Gerð voru drög að áhættugreiningu fyrir 13.5km jarðgöng af HOJ Consulting GmbH í Sviss. Skrifuð var yfirlitsskýrsla um mengun frá jarðgöngum með sérstöku tilliti til Fjarðarheiðarganga, sem verður að hluta grundvöllur mats á umhverfisáhrifum.
Á árinu 2016 var unnið að rannsóknarborunum þar sem boraðar voru 5 kjarnaholur, samtals um 1300m og 3 loftholur, samtals um 300m. Unnið var að áframhaldandi jarðfræðirannsóknum ásamt frumhönnun vega utan jarðganga og brúar á Eyvindará.

Kostnaður vegna kannana á jarðgangakostum árinu 2016 var 87 milljónir.

Rannsóknarborun, 13.júní 2016

Rannsóknarborun, 13.júní 2016

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2016