Stuðningsyfirlýsing

Lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng með að skrifa undir hér fyrir neðan. Kennitalan þín verður ekki birt.

Undirritaðir skora á samgönguyfirvöld að undirbúningur fyrir jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Héraðs verði með þeim hætti að farið verði á fullt í framkvæmdir og alls ekki síðar en við lok framkvæmda við Norðfjarðargöng.

Fjölmargar ályktanir og áköll hafa komið frá Seyðfirðingum um varanlegar samgöngubætur. Ekki verður lengur unað við þær hættulegu og óásættanlegu aðstæður sem eru í samgöngumálum Seyðisfjarðar.

Undirritaðir treysta því að farið verði í rannsóknarboranir á þessu ári og frekari rannsóknir, hönnun og útboði í framhaldinu.

Greinargerð:
Vegurinn um Fjarðarheiði er eini akvegurinn til og frá Seyðisfirði. Hann liggur í 620 metra hæð og erfiðri færð sem getur varað stóran hluta ársins. Samgöngur Seyðfirðinga eru því algjörlega orðnar sér á báti. Seyðfirðingar hafa barist fyrir Fjarðarheiðargöngum í meira en 30 ár og því löngu orðið tímabært að hlustað sé á neyðaróp okkar. Seyðfirðingar hafa sýnt mikla biðlund og skilning á nauðsyn annarra jarðganga- og vegaframkvæmda í landinu og stutt heilshugar við þær. Nú er komið að Fjarðarheiðargöngum!

[emailpetition id=”1″]

[signaturelist id=”1″]