Fjallvegir lokaðir, Fjarðarheiði ófær og akstur bannaður

Ófærð

Tekið af vef Vegagerðarinnar – www.vegagerd.is

Flestir fjallvegir á Austurlandi eru lokaðir í dag og hefur Fjarðarheiði verið merkt ófær og allur akstur bannaður síðan snemma í morgun (2.desember 2015).

Samkvæmt fréttum frá RÚV bíða nokkrir flutningabílar á Egilsstöðum, en þeir eiga að flytja útflutningsfisk sem á að fara með Norrænu frá Seyðisfirði í kvöld. Þeir bíða enn eftir því að komast yfir Fjarðarheiði, en lægja á í veðri undir kvöld. Ekkert skyggni hefur verið á vegum og því ekki hægt að ryðja, samkvæmt starfsmönnum Vegagerðarinnar.