Samgönguáætlun til fjögurra ára samþykkt á Alþingi

Samgönguáætlun til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi af öllum viðstöddum þingmönnum. Áætlunin gerir ráð fyrir að rúmum 100 milljörðum króna verði varið til framkvæmda í samgöngumálum á árunum 2015 til 2018.

Samkvæmt samgönguáætluninni er umtalsverðu fé ráðstafað í jarðgangagerð. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við Norðfjarðargöng á næsta ári og hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng sama ár. Undirbúningsvinnu Fjarðarheiðarganga lýkur árið 2018 og áfram verður unnið að jarðgöngum við Bakka, en í heildina er rúmum tíu milljörðum ráðstafað í jarðgangaframkvæmdir.

Til Fjarðarheiðarganga fara alls 140 milljónir.

Mynd fengin af visi.is

Mynd fengin af visi.is