Fjarðarheiði minnti óneitanlega á sig í gær, 17.nóvember, er björgunarsveitin Ísólfur bjargaði 10 ferðamönnum sem sátu fastir á heiðinni vegna veðurs.
Björgunarsveitarmenn áttu erindi til Egilsstaða og komu að tveimur bílum sem voru í vanda í nær engu skyggni Egilsstaðamegin í heiðinni. Fimm erlendir ferðamenn voru í hvorum bíl. „Það er glórulaust veður og ekkert skyggni og væntanlega búið að loka heiðinni,“ segir Guðni Sigmundsson, meðlimur í björgunarsveitinni Ísólfi.